Samkynhneigðir sakaðir um hryðjuverk

Ramzan Kadyrov segir enga samkynhneigða menn í Téténíu.
Ramzan Kadyrov segir enga samkynhneigða menn í Téténíu. AFP

Stjórn­völd í Tétsn­íu í Rússlandi hafa hafið hryðju­verk­a­rann­sókn vegna tveggja sam­kyn­hneigðra manna sem flúðu ríkið á síðasta ári en voru hand­tekn­ir nærri Moskvu í síðustu viku og flutt­ir til baka til Tétsn­íu.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in sem aðstoðuðu menn­ina við að flýja Tétsn­íu, þar sem greint hef­ur verið frá fang­els­un­um og pynt­ing­um sam­kyn­hneigðra manna frá ár­inu 2017, segja ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­lega um hvað menn­irn­ir hafa verið sakaðir, en að ann­ar þeirra hafi áður verið yf­ir­heyrður fyr­ir að nota tjákn tengt hinseg­in sam­fé­lag­inu á net­spjall­borði.

Salekh Magama­dov og Ismail Isayev, 20 og 17 ára gaml­ir, voru stadd­ir í borg­inni Nizhny Novg­orod þegar þeir voru numd­ir á brott. Ann­ar mann­anna hringdi í neyðarsíma rúss­nessku LGBT-sam­tak­anna og seg­ist starfsmaður þeirra hafa heyrt ösk­ur. Rétt­inda­lögmaður sem heim­sótti íbúðina skömmu seinna seg­ir að þar hafi verið skýr um­merki um átök.

Nokkru seinna heyrðist af mönn­un­um í varðhaldi í Tétsn­íu, þótt ná­kvæm staðsetn­ing þeirra hafi ekki verið gef­in upp og lög­fræðing­um hafi verið neitað um að hitta þá.

Talsmaður rúss­nesku LGBT-sam­tak­anna sagðist ótt­ast um ör­yggi mann­anna, en dæmi væru um að sam­kyn­hneigðir menn hefðu horfið eða látið lífið eft­ir að þeir hefðu verið flutt­ir aft­ur til Tétsn­íu. Sam­tök­in vissu ekki af rann­sókn­inni á hend­ur mönn­un­um fyrr en greint var frá því í fjöl­miðlum að þeir lægju und­ir grun um að tengj­ast hryðju­verk­a­starf­semi.

Aðstoðarmaður Ramz­ans Kadyrovs, leiðtoga Tétsn­íu, seg­ir menn­ina hafa játað að hafa hjálpað ólög­leg­um vopna­hópi, en slíkt get­ur varðað allt að 15 ára fang­elsi.

Magama­dov og Isayev flúðu Tétsn­íu í kjöl­far þess að þeir voru hand­tekn­ir og pyntaðir fyr­ir að hafa stofnað spjall­borð á Tel­egram, og síðar birt­ust af þeim mynd­skeið þar sem þeir báðust af­sök­un­ar.

Rússesku LGBT-sam­tök­in hafa hjálpað 200 manns að flýja ríkið eft­ir að her­ferðin gegn sam­kyn­hneigðum hófst. Stjórn­völd í rík­inu neita að þar sé slík her­ferð í gangi og Kadyrov geng­ur jafn­vel svo langt að segja að eng­ir sam­kyn­hneigðir menn fyr­ir­finn­ist í Tétsn­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert