Tóku fimm fanga af lífi

Írakar og fjölskyldur þeirra dæmdu mótmæla við Nasiriyah fangelsið, sem …
Írakar og fjölskyldur þeirra dæmdu mótmæla við Nasiriyah fangelsið, sem er einnig þekkt sem al-Hout fangelsið í Dhi Qar héraði. AFP

Fimm fang­ar voru hengd­ir í Írak en þeir höfðu all­ir verið dæmd­ir fyr­ir hryðju­verk. Menn­irn­ir voru all­ir tekn­ir af lífi í Nas­iriyah-fang­els­inu í Dhi Qar-héraði en það er eina fang­elsið þar sem af­tök­ur fara fram í land­inu.

Frá því að ír­ösk yf­ir­völd lýstu yfir sigri í stríðinu við víga­sam­tök­in Ríki íslams hafa hundruð Íraka verið dæmd til dauða fyr­ir aðild að sam­tök­un­um. Aðeins hluti þeirra hef­ur aft­ur á móti verið tek­inn af lífi því for­seti lands­ins, Bar­ham Sa­leh, þarf að staðfesta dauðarefs­ing­una. Hann er aft­ur á móti þekkt­ur fyr­ir að vera sjálf­ur á móti dauðarefs­ing­um.

Liðsmenn vígasamtakanna Ríkis íslams sem hafa verið dæmdir til dauða.
Liðsmenn víga­sam­tak­anna Rík­is íslams sem hafa verið dæmd­ir til dauða. AFP

Í síðasta mánuði greindu yf­ir­völd í Írak frá því að þau hefðu heim­ild til að taka yfir 340 ein­stak­linga af lífi fyr­ir hryðju­verk. Heim­ild­ir AFP herma að heim­ild­irn­ar séu flest­ar frá því áður en Sa­leh var kjör­inn for­seti lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert