Prestur bjargaði lífi hans

Willie B. Smith III.
Willie B. Smith III. AFP

Rúm­lega fimm­tug­ur fangi frá Ala­bama slapp naum­lega und­an af­töku í gær eft­ir að Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna dæmdi ólög­legt að banna presti manns­ins að vera við hlið hans við af­tök­una.

Willie Smith, sem er 52 ára að aldri, hef­ur setið á dauðadeild í 30 ár en hann var dæmd­ur árið 1991 fyr­ir mann­dráp á 22 ára gam­alli konu í Bir­ming­ham í Ala­bama, eft­ir að hafa rænt hana við hraðbanka í borg­inni.

Lög­menn Smiths hafa und­an­farna ára­tugi reynt að fá dauðarefs­ing­unni hnekkt og vísað til greind­ar­skerðing­ar hans en greind­ar­vísi­tala hans er und­ir 75 sem er lág­markið til þess að vera tek­inn af lífi í Banda­ríkj­un­um. Er þar vísað til þess að viðkom­andi geti gert sér grein fyr­ir al­var­leika glæps­ins sem hann framdi. 

Nú þegar af­töku­dag­ur­inn hafði verið ákveðinn áfrýjuðu lög­menn hans til al­rík­is­dóm­stóls þeirri ákvörðun yf­ir­valda að banna presti Smiths að vera viðstödd­um af­tök­una. Ástæðan fyr­ir neit­un fang­els­is­mála­yf­ir­valda eru sótt­varn­a­regl­ur vegna Covid-19 að því er seg­ir í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar. 

Smith hafði óskað eft­ir því að prest­ur hans fengi að vera við hlið hans við af­tök­una, að eig­in sögn til að auðvelda hon­um flutn­ing á milli heima lif­andi og dauðra.

Al­rík­is­dóm­stóll féllst á þetta með lög­mönn­um Smiths og að af­tök­unni yrði frestað tíma­bundið en yf­ir­völd í Ala­bama áfrýjuðu niður­stöðu al­rík­is­dóm­stóls­ins til Hæsta­rétt­ar. Meiri­hluti Hæsta­rétt­ar hafnaði áfrýj­un Ala­bama með þeim orðum að ríkið geti ekki tekið Smit af lífi án þess að prest­ur hans verði viðstadd­ur. Þrír dóm­ar­ar greiddu at­kvæði gegn þess­ari ákvörðun Hæsta­rétt­ar; Brett Kavan­augh, Clarence Thom­as og John Roberts.

Jafn­vel er talið að yf­ir­völd nái að taka Smith af lífi síðar í dag, það er ef prest­ur hans fær að vera viðstadd­ur. En heim­ild­in til að taka Smith af lífi núna renn­ur út síðar í dag. Ef af henni verður er þetta fyrsta af­tak­an sem ríki Banda­ríkj­anna læt­ur fram­kvæma á ár­inu 2021. Af­tök­um á veg­um ríkja Banda­ríkj­anna fækkaði mjög á síðasta ári en á sama tíma lét rík­is­stjórn Don­alds Trumps taka 13 fanga af lífi á hálfu ári.  

Við rétt­ar­höld­in yfir Smith kom fram að hann hafi rænt 80 banda­ríkja­döl­um af Sharma Ruth John­son við hraðbank­ann og síðan farið með hana í kirkju­g­arð þar sem hann skaut hana til bana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert