Stjórnvöld brjóta stjórnarskrávarinn rétt fólks

AFP

Japönsk yf­ir­völd brutu gegn stjórn­ar­skrá lands­ins með því að viður­kenna ekki hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þetta er niðurstaða fyrsta máls­ins af mörg­um sem eru fyr­ir dómi í Jap­an. 

Á ann­an tug sam­kyn­hneigðra para höfðaði mál við héraðsdóm­stóla víðs veg­ar um landið árið 2019 þar sem rík­is­stjórn­in var  sökuð um að vera eina G7-ríki heims sem ekki viður­kenn­ir hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra.

Fyrsti dóm­ur­inn féll í borg­inni Sapporo í dag og er það niðurstaða dóm­ara að þetta brjóti gegn 14. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar sem kveður á um jafn­rétti. 

Þing­kon­an Kana­ko Otsuji fagn­ar mjög niður­stöðunni en hún til­heyr­ir fá­menn­um hópi jap­anskra stjórn­mála­manna sem hef­ur komið fram op­in­ber­lega sem sam­kyn­hneigður. Hún seg­ist von­ast til þess að þetta verði til þess að lög­um verði breytt á þann veg að fólk af sama kyni geti gengið í hjóna­band. 

Skoðana­könn­un sem gerð var í nóv­em­ber sýndi að 61% Jap­ana styður hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þrátt fyr­ir það er það erfiðleik­um bundið fyr­ir sam­kyn­hneigð pör að leigja íbúðir sam­an og þau fá ekki að heim­sækja hvort annað á sjúkra­hús. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert