Gagnrýnir kvikmynd um viðbrögð sín við hryðjuverkum

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Jac­inda Arden for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands gagn­rýn­ir fyr­ir­hugaða kvik­mynd um viðbrögð henn­ar við hryðju­verka­árás­inni á mosku í Christchurch árið 2019. Seg­ir hún tíma­setn­ing­una lé­lega og at­hygl­ina á röngu viðfangs­efni. 

Kvik­mynd­in They Are Us, sem fram­leidd verður í Banda­ríkj­un­um, hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af ný­sjá­lensk­um múslim­um. 

Arden seg­ir að hryðju­verka­árás­in í Christchurch, sem fram­in var af öfga­sinnuðum þjóðern­is­sinna sem trú­ir á mátt hvíta kyn­stofns­ins, sé enn í fersku minni Ný­sjá­lend­inga. 51 lést í árás­inni og 40 særðust. Þá seg­ir Arden að fram­leiðslu­fyr­ir­tæki mynd­ar­inn­ar hafi ekki ráðfært sig við hana. Ástr­alska leik­kon­an Rose Byr­ne mun fara með hlut­verk Arden í mynd­inni. 

„Að mínu mati, og þetta er per­sónu­legt mat, þá er þetta mjög fljótt og mjög hrátt fyr­ir Nýja-Sjá­land,“ seg­ir Arden í sam­tali við TVNZ-sjón­varps­stöðina. 

„Og þótt það séu marg­ar sög­ur sem ætti að segja á ein­hverj­um tíma­punkti, þá tel ég mína sögu ekki eiga að vera þeirra á meðal – það eru sög­ur sam­fé­lags­ins, sög­ur fjöl­skyldn­anna,“ seg­ir Arden. 

Einn fram­leiðenda mynd­ar­inn­ar, Philppa Camp­bell, sagði sig frá verk­efn­inu í kjöl­far um­mæla Arden. 

Arden hlaut mikið lof fyr­ir yf­ir­veguð og samúðarfull viðbrögð sín við árás­inni, sem var versta skotárás í nú­tíma­sögu Nýja-Sjá­lands. Tit­ill mynd­ar­inn­ar vís­ar í ræðu Arden sem hún flutti skömmu eft­ir árás­ina. 

Sam­tök ungra múslima í Nýja-Sjálandi komu af stað und­ir­skrifta­söfn­un þar sem þess var kraf­ist að hætt yrði við fram­leiðslu mynd­ar­inn­ar. Yfir 60 þúsund hafa þegar skrifað und­ir kröf­una. Sam­tök­in segja að fórn­ar­lömb­um árás­ar­inn­ar sé ýtt til hliðar í mynd­inni sem ein­blíni þess í stað á „viðbrögð hvítr­ar konu“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert