Katalónskir aðskilnaðarsinnar hljóta uppreist æru

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hyggst veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hyggst veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru. AFP

Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, hef­ur til­kynnt það að hann hygg­ist veita katalónsk­um aðskilnaðar­sinn­um upp­reist æru í þess­ari viku.

Níu leiðtog­ar aðskilnaðar­hreyf­ing­ar­inn­ar voru fang­elsaðir fyr­ir að hafa boðað til sjálf­stæðis­bylt­ing­ar árið 2017. Þrír til viðbót­ar voru fundn­ir sek­ir fyr­ir borg­ar­lega óhlýðni en ekki fang­elsaðir. 

Tug­ir þúsunda mót­mæltu þess­um áform­um fyrr í þess­um mánuði en rík­is­stjórn­in seg­ir ákvörðun­ina til þess gerða að milda óró­leika í Katalón­íu. Sjálf­stæðis­bar­átta í héraðinu hófst af fullri al­vöru að nýju fyr­ir fjór­um árum en bar­átt­an leiddi til einn­ar verstu stjórn­málakreppu Spán­ar í nær 40 ár.

61% mót­fall­in

„Á morg­un, með fyr­ir­gefn­ingu að leiðarljósi, mun ég leggja það til að rík­is­stjórn­in samþykki náðun­ina,“ sagði Sánchez í ræðu í Barcelona í dag.

Svo virðist sem meiri­hluti Spán­verja sé mót­fall­inn náðun­inni en sam­kvæmt könn­un sem spænska dag­blaðið El Mundo gerði var 61 pró­sent þátt­tak­enda mót­fallið því að náða skyldi leiðtoga aðskilnaðarsinn­anna. Þá hef­ur Hæstirétt­ur Spán­ar einnig mót­mælt ákvörðun­inni.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert