Vilja sterkari viðbrögð 10 árum eftir fjöldamorð

00:00
00:00

Á fimmtu­dag­inn verður liðinn ára­tug­ur frá mann­skæðasta fjölda­morði í sögu Nor­egs. Þeir sem lifðu árás­ina í Útey af, þar sem 69 manns voru drepn­ir, eru enn að von­ast eft­ir því að Norðmenn beiti sér á sterk­ari hátt gegn hug­mynda­fræði hægri-öfga­manna.

Með þær hug­mynd­ir í koll­in­um ákvað And­ers Behring Brei­vik að ráðast til at­lögu gegn meðlim­um ungliðahreyf­ing­ar norska Verka­manna­flokks­ins á eyj­unni með þess­um hræðilegu af­leiðing­um. Einnig gerði hann sprengju­árás í Ósló þar sem átta manns lét­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert