Dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl

Mennirnir voru dæmdir fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af …
Mennirnir voru dæmdir fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af heróíni til Egyptalands. AFP

Tíu karl­menn voru dæmd­ir til dauða í Egyptalandi í dag fyr­ir að smygla yfir tveim­ur tonn­um af heróíni til lands­ins. Af þeim tíu sem dæmd­ir voru til dauða eru sjö frá Pak­ist­an, einn frá Íran og tveir frá Egyptalandi. 

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir árið 2019 en heróín­inu smygluðu þeir yfir Rauðahafið. Voru þeir dæmd­ir fyr­ir vörslu á fíkni­efn­un­um en auk heróíns­ins voru þeir gripn­ir með tæp hundrað kíló af metam­feta­míni í földu her­bergi í skipi. 

Þau sem sæta dauðarefs­ingu í Egyptalandi eru venju sam­kvæmt hengd en hinir dæmdu hafa tæki­færi til að áfrýja dómn­um inn­an tveggja mánaða. 

Mannúðarsam­tök hafa harðlega gagn­rýnt stefnu egypskra stjórn­valda í dauðarefs­ing­um. Þeim fjölgaði mikið árið 2020. Alls hlutu 107 manns dauðarefs­ingu í land­inu á síðasta ári, sam­an­borið við 32 árið þar á und­an. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Am­nesty In­ternati­onal eru flest dæmd til dauða í Kína og Íran, en í Egypta­land sit­ur í þriðja sæti á þeim lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert