Puigdemont tekinn höndum

Carles Puigdemont fyrir utan Evrópuþingið, hvar hann starfar.
Carles Puigdemont fyrir utan Evrópuþingið, hvar hann starfar. AFP

Katalónski aðskilnaðarleiðtoginn Carles Puigdemont er nú í haldi lögreglunnar á ítölsku eyjunni Sardiníu. Spænsk yfirvöld ásaka hann um að hvetja til óeirða og segja að hann hafi aðstoðað við að skipuleggja ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017. 

Puigdemont er fyrrum forseti katalónsku heimastjórnarinnar en hann flúði frá Spáni eftir atkvæðagreiðsluna. Hann býr nú í Belgíu þar sem hann starfar sem þingmaður Evrópuþingsins.

Lögmaður Puigdemont gerir ráð fyrir því að hann verði leiddur fyrir dómara næstkomandi föstudag.

Þjóðaratkvæðagreiðslan sem um ræðir kom af stað pólitískri kreppu á Spáni. 43 prósent íbúa tóku þátt og vildu 90% sjálfstæði Katalóníu. Katalónska heimastjórnin krafðist sjálfstæðis Katalóníu í kjölfarið en stjórnvöld í Madrid féllust ekki á það og tóku völdin á sjálfsstjórnarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka