Áratugur valdarána í Afríku

Þetta kort sýnir þau valdarán sem hafa verið framin í …
Þetta kort sýnir þau valdarán sem hafa verið framin í Afríku síðastliðinn áratug. Kort/mbl.is

Her­inn í Súd­an hef­ur hrifsað til sín völd­in í land­inu. Þarna er á ferðinni nýj­asta vald­aránið af mörg­um í Afr­íku síðasta ára­tug­inn. 

Súd­an, 2021

Eft­ir margra vikna spennu á milli hers­ins og þeirra sem höfðu farið með völd í Súd­an síðan Omar al-Bashir hrökklaðist frá völd­um fyr­ir tveim­ur árum, hand­tók her­inn for­sæt­is­ráðherr­ann Abdalla Hamdok ásamt fleiri ráðamönn­um. Her­inn er sagður hafa neitað að styðja „vald­arán“ þeirra. 

Súdanski hershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan á blaðamannafundi á þriðjudag.
Súd­anski hers­höfðing­inn Abdel Fattah al-Bur­h­an á blaðamanna­fundi á þriðju­dag. AFP

Gín­ea, 2021

Her­menn und­ir stjórn hers­höfðingj­ans Mama­dy Doum­bouya tóku völd í vesturafríska rík­inu í sept­em­ber og hand­tóku 83 ára for­set­ann Alpha Conde. Hann varð fyrsti lýðræðis­lega kjörni for­seti lands­ins árið 2010 eft­ir mörg ár í fang­elsi. Í fyrra vakti hann mikla reiði er hann breytti stjórn­ar­skránni til að hann gæti boðið sig fram þriðja kjör­tíma­bilið.

Malí, 2020 og 2021

For­set­an­um Ibra­him Bou­bacar Keita var steypt af stóli í ág­úst 2020 eft­ir marga mánaða mót­mæli á göt­um úti. Spill­ing, auk­in um­svif íslamskra hryðju­verka­hópa og stöðnun í hag­kerfi lands­ins hef­ur valdið mik­illi ólgu í vesturafríska lýðveld­inu. Í maí á þessu ári tók her­inn yfir á nýj­an leik eft­ir að leiðtog­ar bráðabirgðastjórn­valda fjar­lægðu her­menn úr lyk­il­stöðum í land­inu. Hers­höfðing­inn Assimi Goita lifði af morðtil­raun í júlí síðastliðnum. Eft­ir alþjóðleg­an þrýst­ing hét hers­höfðing­inn því að halda frjáls­ar kosn­ing­ar í síðasta lagi í fe­brú­ar á næsta ári.

Súd­an, 2019

Ein­ræðis­herr­ann Omar al-Bashir missti völd­in í hend­ur hers­ins eft­ir þrjá­tíu ár við völd í apríl 2019 eft­ir fjög­urra mánaða mót­mæli á göt­um úti. Þau hóf­ust eft­ir að verð á brauði þre­faldaðist í land­inu. Yfir 250 manns lét­ust í mót­mæl­un­um. Bráðabirgðastjórn tók við í ág­úst 2019 og for­sæt­is­ráðherra var skipaður skömmu síðar.

Zimba­bwe, 2017

Robert Muga­be, sem hafði stjórnað land­inu með harðri hendi í 37 ár eft­ir að það öðlaðist sjálf­stæði, féll af stalli árið 2017. Her­inn og liðsmenn úr hans eig­in flokki, ZANU-PF, skiptu hon­um út fyr­ir fyrr­ver­andi vara­for­set­ann Em­mer­son Mn­angagwa. Muga­be lést í Singa­púr tveim­ur árum síðar, 95 ára gam­all.

Burk­ina Faso, 2015

Inn­an við ári eft­ir brott­hvarf for­set­ans Blaise Compa­ore eft­ir bylt­ingu var for­set­inn Michel Kafando felld­ur af stalli í vald­aráni sem hans eig­in ör­ygg­is­verðir stóðu fyr­ir árið 2015. Inn­an við viku síðar komst Kafando aft­ur til valda eft­ir að leiðtog­um vald­aráns­ins mistókst að fá næg­an stuðning, eða þangað til kosn­ing­ar voru aft­ur haldn­ar í nóv­em­ber.

Mið-Afr­íku­lýðveldið, 2013

Upp­reisn­ar­menn úr röðum Seleka, sem flest­ir er múslim­ar, réðust inn í höfuðborg­ina Bangui árið 2013 og ruddu Franco­is Bozize, sem er krist­inn, úr vegi. Hann hafði hrifsað til sín völd­in í land­inu ára­tug áður. Leiðtogi Seleka, Michel Djotodia, lýsti því yfir að hann væri for­seti. Mik­il ringul­reið ríkti í land­inu í kjöl­farið þar sem liðsmenn Seleka börðust gegn hóp­um úr röðum krist­inna og anda­trú­ar­hóps sem kall­ast anti-Balaka.

Egypta­land, 2013

Her­inn tók völd­in af fyrsta lýðræðis­lega kjörna leiðtoga Egypta­lands, íslam­ist­an­um Mohamed Morsi, árið 2013 eft­ir mik­il mót­mæli á göt­um úti. Hers­höfðing­inn sem leiddi upp­reisn­ina, Abdel Fattah al-Sisi, varð for­seti og hóf grimmi­leg­ar aðgerðir gegn mót­mæl­end­um sín­um, sem enn eru í gangi.

Gín­ea-Bis­sá, 2012

Her­sveit­ir und­ir stjórn hers­höfðingj­ans Ant­onio Indjai steyptu af stóli bráðabirgðafor­set­an­um Rai­mundo Pereira og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherr­an­um Car­los Gomes yngri. Þetta var fjórða vald­aránið í land­inu síðan það öðlaðist sjálf­stæði frá Portúgal árið 1974.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert