Dauðarefsing fyrir framhjáhald

Karlmaður og ástkona hans hafa verið dæmd til dauða í …
Karlmaður og ástkona hans hafa verið dæmd til dauða í Íran fyrir framhjáhald. AFP

Hæstirétt­ur í Íran hef­ur staðfest dauðadóm yfir 27 ára karl­manni og 33 ára ást­konu hans, eft­ir að tengdafaðir manns­ins neitaði hon­um um fyr­ir­gefn­ingu. 

Eig­in­kona manns­ins sem dæmd­ur hef­ur verið til dauða færði lög­reglu mynd­band til sönn­un­ar um að eig­inmaður henn­ar hefði verið henni ótrúr fyrr á þessu ári. Hún fór ekki fram á dauðarefs­ingu en það gerði hins veg­ar faðir henn­ar sem neitaði hon­um um fyr­ir­gefn­ingu.

Sam­kvæmt ír­önsk­um sharia-lög­um varðar hjú­skap­ar­brot dauðarefs­ingu. Dóm­ari má þó veita sak­ar­upp­gjöf eða dæma hinn seka í fang­elsi ef fjöl­skylda brotaþola, það er mann­eskj­unn­ar sem haldið var fram hjá, fyr­ir­gef­ur hjú­skap­ar­brotið.

Írönsk sharia-lög kveða á um að dauðarefs­ingu skuli fram­fylgt með því að grýta stein­um í þann seka. Lög­un­um var hins veg­ar breytt árið 2013 og má dóm­ari til­greina aðferð við að fram­fylgja dómn­um og vana­lega eru heng­ing­ar notaðar. 

Sam­kvæmt Am­nesty In­ternati­onal voru 246 tekn­ir af lífi í Íran á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert