Abdel Fattah al-Burhan, yfirhershöfðingi og forsprakki valdaránsins í Súdan, og Abdallah Hamdok, forsætisráðherra Súdans, hafa komist að þeirri niðurstöðu að Hamdok taki aftur við stjórn landsins. Þá er áformað að ráðherrum og háttsettum embættismönnum í Súdan sem höfðu verið hnepptir í varðhald verði sleppt úr haldi.
al-Burhan lýsti yfir neyðarástandi í Súdan þann 25. október síðastliðinn og steypti ríkisstjórninni af stóli. Hamdok hefur verið í stofufangelsi síðan en mikil mótmæli brutust út eftir valdaránið. 40 mótmælendur hafa verið drepnir.
Alþjóðasamfélagið fordæmdi valdaránið.