Gengu erinda hersins þegar þeir grönduðu MH17

Farþegaþota Malaysia Airlines MH17 rifnaði í sundur yfir lofthelgi Úkraínu …
Farþegaþota Malaysia Airlines MH17 rifnaði í sundur yfir lofthelgi Úkraínu er hún varð fyrir flugskeyti. AFP

Sak­sókn­ar­ar í Hollandi segja að menn­irn­ir fjór­ir, sem sakaðir eru um að hafa grandað farþega­flug­vél í loft­helgi Úkraínu árið 2014, hafi verið að ganga eig­in hernaðarlegu er­inda.

Með öðrum orðum eru menn­irn­ir sakaðir um að hafa verið að ganga er­inda rúss­neska hers­ins þegar þeir skutu loft­skeyt­um í átt að vél­inni, með þeim af­leiðing­um að all­ir 298 um borð lét­ust. Lík­legt má þykja að menn­irn­ir hafi ætlað sér að granda úkraínskri herflug­vél.

Vél­in var á leið frá Schipol-flug­velli í Amster­dam, Hollandi, og til Kúala Lúm­púr í Malas­íu þegar hún fórst. Aðalmeðferð máls­ins sem nú stend­ur yfir fyr­ir hol­lensk­um dóm­stól bæt­ir lík­lega gráu ofan á svart í sam­skipt­um Rúss­lands og Vest­ur­landa, sem báru ný­lega fram ásak­an­ir um að Rúss­ar væru að leggja á ráðin um inn­rás inn í Úkraínu.

Menn­irn­ir, sem ekki hafa enn mætt fyr­ir dóm­ara í Hollandi, eru frá Rússlandi og heita Ígor Girk­in, Ser­gei Dúbin­skí og Oleg Púlatov að und­an­skild­um Leoníd Kar­sj­en­kó, sem er frá Úkraínu. Girk­in, Dúbin­skí og Púlatov eru fyrr­um út­send­ar­ar rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar en Kar­sj­en­kó er þekkt­ur úkraínsk­ur aðskilnaðarsinni.

Skýrslu­tök­ur sak­born­inga og vitna hafa tekið um þrjá daga en dóms­upp­kvaðning­ar er ekki að vænta fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi, eins og fram kem­ur í frétt AFP.

Þyngsti mögu­legi dóm­ur yfir mönn­un­um er lífstíðarfang­els­is­dóm­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert