Þrír hengdir í Japan

Yfir 100 manns hafa verið dæmdir til dauða en bíða …
Yfir 100 manns hafa verið dæmdir til dauða en bíða aftöku á dauðadeildinni svokölluðu. Mynd úr safni. AFP

Þrír fang­ar í Jap­an voru hengd­ir í dag. Þetta eru fyrstu af­tök­urn­ar í Jap­an í tvö ár. Yf­ir­völd í land­inu segja dauðarefs­ing­una nauðsyn­lega vegna mik­ils fjölda hrylli­legra glæpa.

Jap­an er aðeins eitt af fáum lönd­um sem halda enn í dauðarefs­ing­una. Stuðning­ur al­menn­ings þar í landi er mik­ill þrátt fyr­ir alþjóðlega gagn­rýni.

Yfir 100 manns hafa verið dæmd­ir til dauða en bíða af­töku á dauðadeild­inni svo­kölluðu. Flest­ir sem dæmd­ir eru til dauða í Jap­an eru fjölda­morðingj­ar.

Þetta eru fyrstu af­tök­urn­ar und­ir stjórn Fumio Kis­hida, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, en hann tók við völd­um í októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert