Biden segir Trump bera óskipta ábyrgð á innrásinni

Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun leggja ábyrgðina á innrásinni í þinghús Bandaríkjanna á herðar Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Eitt ár verður liðið frá því að  árásin átti sér stað á morgun.

Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Jen Psaki, mun Biden fordæma gjörðir forvera síns og segja hann einan bera ábyrgð á þeim „glundroða“ sem varð fyrir utan þinghúsið í Washington D.C. þegar þingið var við það að samþykkja kjör Joe Bidens sem forseta Bandaríkjanna.

Hápunktur ástandsins undir stjórn Trump

Psaki segir Biden sjá innrásina sem „sorglegan hápunkt“ þess sem hefði gengið á í landinu undir stjórn Donald Trump.  

Um 450 hafa verið ákærðir í kjölfar innrásarinnar og þar á meðal 6 lögreglumenn. Einhverjir hafa þegar verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir hlutdeild í athæfinu.

Ræðu Biden verður sjónvarpað á morgun en Donald Trump hefur aflýst sínum eigin blaðamannafundi sem átti líka að fara fram á morgun.

Undirbúningur vegna blaðamannfundarins í þinghúsinu er í fullum gangi eins …
Undirbúningur vegna blaðamannfundarins í þinghúsinu er í fullum gangi eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert