Tvö þúsund mótmælendur handteknir

Mótmælendur í átökum við öryggissveitir.
Mótmælendur í átökum við öryggissveitir. AFP

Lög­regl­an í stærstu borg Kasakst­an, Almaty, seg­ist hafa hand­tekið um tvö þúsund manns í tengsl­um við mik­il mót­mæli gegn rík­is­stjórn­inni.

„Lög­regl­an í Almaty er byrjuð að hreinsa göt­urn­ar...Sam­tals hafa um 2.000 manns verið hand­tekn­ir,“ sagði i til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyti lands­ins.

Tólf úr ör­ygg­is­veit­um lands­ins eru látn­ir, þar af fannst einn, höfuðlaus, og 353 hafa særst í mót­mæl­un­um í Kasak­ast­an.

Rússneskur skriðdreki skömmu áður en flytja átti hann til Kasakstan.
Rúss­nesk­ur skriðdreki skömmu áður en flytja átti hann til Kasakst­an. AFP

Fyrr í morg­un greindi lög­regl­an í land­inu frá því að tug­ir mót­mæl­enda hafi verið drepn­ir er þeir reyndu að kom­ast inn í bygg­ing­ar stjórn­valda.

Talsmaður Boris­ar John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði þarlend stjórn­völd von­ast eft­ir því að of­beldið hætti í Kasakst­an og að friðsam­leg lausn finn­ist á vand­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert