Yfirmaður leyniþjónustu handtekinn fyrir landráð

Karim Masimov, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Kasakstan.
Karim Masimov, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Kasakstan. AFP

Fyrr­ver­andi yf­ir­maður leyniþjón­ustu Kasakst­an hef­ur verið hand­tek­inn vegna gruns um landráð. Karim Masimov var rek­inn í kjöl­far mik­illa óeirða í land­inu vegna mikl­ar verðhækk­an­ir á orku og olíu.

„Vegna gruns um að hann hafi framið glæp hef­ur fyrr­ver­andi yf­ir­maður KNB [þjóðarör­ygg­is­nefnd Kasakst­an] Masimov verið hand­tek­inn og vistaður í bráðabrigða gæslu, ásamt öðrum,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá þjóðarör­ygg­is­nefnd­inni. 

Góðvin­ur Naz­ar­bayev

Á vef The Guar­di­an er greint frá því að Masimov hef­ur lengi verið viðloðinn fyrr­ver­andi for­seta Kasakst­an, Nursult­an Naz­ar­bayev. 

Naz­ar­bayev sagði af sér árið 2019 eft­ir tæp­lega 30 ár á valda­stóli. Stjórn Naz­ar­bayev sætti ásök­un­um um ein­ræði, spill­ingu og mann­rétt­inda­brot.

Á stjórn­artíð Naz­ar­baye var Masimov tvisvar for­sæt­is­ráðherra ásamt því að gegn stöðu yf­ir­manns for­seta­embætt­is­ins.

„Skjóta án viðvar­ana“

Fjöl­marg­ir hafa lát­ist í óeirðunum sem hafa geisað und­an­farna daga og kveikt hef­ur verið í op­in­ber­um bygg­ing­um. 

Kveikt hefur verið í fjölda opinberra bygginga í Kasakstan.
Kveikt hef­ur verið í fjölda op­in­berra bygg­inga í Kasakst­an. AFP

Í gær sagði Kassym-Jom­art Tokayev, for­seti Kasakst­an, að búið sé að mestu að ná tök­um á ástand­inu. Þá sagðist hann hafa leyft ör­ygg­is­sveit­um að „skjóta án viðvar­ana“.

Tokayev greindi einnig frá því að friðargæslulið frá Sam­vinnu- og ör­ygg­is­banda­lagi fyrr­um sov­ét­lýðvelda (CSTO) sem Rúss­ar hafa yf­ir­um­sjón með, sé komið til Kasakst­an.

Erfitt að fá Rússa til að fara

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, varaði við því í gær að Kasakst­an gæti átt erfitt með að draga úr áhrif­um Rússa eft­ir að hafa boðið friðargæsluliði CSTO til lands­ins.

„Einn lær­dóm­ur sem við höf­um frá nú­tíma sögu er að þegar Rúss­ar eru komn­ir inn í húsið þitt, þá er stund­um erfitt að fá þá til þess að fara,“ sagði Blin­ken í gær.

„Þegar Rússar eru komnir inn í húsið þitt, þá er …
„Þegar Rúss­ar eru komn­ir inn í húsið þitt, þá er stund­um erfitt að fá þá til þess að fara,“ sagði Blin­ken í gær. AFP

Þá hvatti banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið starfs­menn ræðis­skrif­stofu Banda­ríkj­anna í Kasakst­an að yf­ir­gefa landið ásamt fjöl­skyld­um sín­um. 

Blin­ken geri grín að hræðileg­um at­b­urðum

Yf­ir­völd í Rússlandi sögðu í dag um­mæli Blin­ken vera „rudda­leg“ og að Blin­ken væri að gera grín að þeim hræðilegu at­b­urðum sem ættu sér nú stað í Kasakst­an. 

„Ef Ant­ony Blin­ken hef­ur svo mik­inn áhuga á sögu­kennslu, þá er hér ein sem kem­ur upp í hug­ann. Þegar Banda­ríkja­menn eru í þínu húsi þá get­ur verið erfitt að halda lífi sínu, að koma í veg fyr­ir að vera nauðgað eða rænd­ur,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert