„Þetta er hrikalegt ástand“

Frá mótmælunum í Almaty á fimmtudag.
Frá mótmælunum í Almaty á fimmtudag. AFP

Yerzh­ana Ak­h­metzhanova er upp­haf­lega frá Almaty, stærstu borg Kasakst­an, og ólst þar upp en er nú bú­sett á Íslandi. Hún seg­ir ástandið í heima­land­inu ákaf­lega slæmt en sjálf hef­ur hún ekki heim­sótt Kasakst­an í fjölda ára.

Óeirðir hafa geisað í Kasakst­an eft­ir mikl­ar verðhækk­an­ir á orku og olíu, þar sem landið er stór gas­fram­leiðandi og býr yfir mikl­um olíu­forða. Þúsund­ir mót­mæl­enda söfnuðust sam­an á göt­um Almaty til að mót­mæla hækk­un­un­um fyrr í vik­unni og gaf Kassym-Jom­art Tokayev, for­seti Kasakst­an, ör­ygg­is­sveit­um leyfi til að „skjóta án viðvar­ana“.

Eyðileggingin í Almaty er mikil.
Eyðilegg­ing­in í Almaty er mik­il. AFP

Mun­um aldrei fá á hreint hversu marg­ir lét­ust

„Margra er enn saknað og ég held að við mun­um aldrei vita al­menni­lega hversu marg­ir hafa látið lífið und­an­farna daga,“ seg­ir Yerzh­ana og bæt­ir við að ekki sé enn búið að birta nöfn þeirra sem hafa lát­ist eða er saknað.

Sam­kvæmt frétt BBC hafa að minnsta kosti 164 fjór­ir lát­ist í mót­mæl­un­um og næst­um 6.000 verið hand­tekn­ir, þar á meðal ein­hverj­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar.

Lög­regl­an í Kasakst­an greindi frá því á fimmtu­dag að tólf úr ör­ygg­is­sveit­um lands­ins væru látn­ir og að 353 hefðu særst í mót­mæl­un­um. Inn­an­rík­is­ráðuneyti lands­ins greindi síðan frá því á föstu­dag að 26 „vopnaðir glæpa­menn“ hefðu verið drepn­ir og að 18 hefðu særst í mót­mæl­un­um.

Kveikt var í bílum í óeirðunum.
Kveikt var í bíl­um í óeirðunum. AFP

Yerzh­ana á fjöl­skyldumeðlimi sem búa í Kasakst­an. Henni hef­ur tek­ist að fá frétt­ir frá þeim und­an­farna daga og eru þau öll heil á húfi. Henni hef­ur þó ekki tek­ist að hafa sam­band við æsku­vini sína sem búa í land­inu eft­ir að bæði netið var tekið af og slökkt var á farsíma­sam­bandi.

Þá hef­ur Yerzhönu tek­ist að fylgj­ast und­an­farna daga með fólki sem býr í Kasakst­an í gegn­um færsl­ur þeirra á Face­book en þar hafa þau sagt frá ástand­inu þar í landi.

Ástandið hrika­legt

„Þetta er hrika­legt ástand og auðvitað eru all­ir mjög áhyggju­full­ir og í upp­námi,“ seg­ir Yerzh­ana.

Yerzh­ana seg­ist ekki viss um að það verði fleiri mót­mæli á meðal al­menn­ings þar sem herlið og ör­ygg­is­sveit lands­ins er nú mætt á staðinn. Kassym-Jom­art Tokayev, for­seti Kasakst­an, sagði á föstu­dag að að mestu væri búið að ná tök­um á ástand­inu.

Aðspurð seg­ir Yerzh­ana það erfitt að fylgj­ast með ástand­inu í Kasakst­an og seg­ir: „Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af heil­ind­um lands míns af því að það lít­ur út fyr­ir að her­nám hafi átt sér stað.“

Að lok­um vill Yerzh­ana benda á að landið henn­ar þarf á aðstoð að halda.

Mótmæli í Kiev fyrr í dag.
Mót­mæli í Kiev fyrr í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert