Segir óeirðirnar tilraun til valdaráns

Mótmæli brutut úr í Kasakstan 2. janúar.
Mótmæli brutut úr í Kasakstan 2. janúar. AFP

Kassym-Jom­ar Tokayev, for­seti Kasakst­an, seg­ir óeirðir síðustu daga í land­inu hafa verið til­raun til vald­aráns.


BBC
grein­ir frá.

Sagði hann við leiðtoga hernaðarbanda­lags fyrr­um Sov­ét-ríkj­anna að aðgerðirn­ar hefðu verið skipu­lagðar miðlægt en nefndi ekki hverja hann taldi ábyrga. 

Þá hef­ur Valdimír Pútín, for­seti Rúss­lands, sagt að Kasakst­an hafi orðið fyr­ir alþjó­legri hryðju­verk­a­starf­semi en hef­ur ekki lagt fram nein­ar sönn­ur þess efn­is. Þá hef­ur Pútín sagt að Rúss­lands muni aldrei leyfa bylt­ingu í land­inu. 

Herlið frá Rússlandi ásamt öðrum lönd­um, er staðsett í Kasakst­an að legg­ur til aðstoð við að hafa hem­il á óeirðunum.

Mót­mæl­in, sem brut­ust úr í kjöl­far hækk­un­ar á olíu­verði, urðu brátt að mestu óeirðum í land­inu í þrjá­tíu ára sjálf­stæðis­sögu þess. Tug­ir liggja í valn­um, þar af sex­tán her­menn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert