Segja konuna „upplifa falskar minningar“

Andrés Bretaprins í apríl í fyrra.
Andrés Bretaprins í apríl í fyrra. AFP

Lög­fræðing­ar Andrés­ar, her­tog­ans af York, vilja yf­ir­heyra sál­fræðig sem meðhöndlaði, Virg­iniu Giuf­fre, kon­una sem sakaði hann um að hafa beitt sig kyn­ferðis­legu of­beldi, og full­yrtu að hún gæti verið hald­in fölsk­um minn­ing­um. 

Giuf­fre hef­ur sakað Andrés um að hafa beitt sig kyn­ferðisof­beldi þegar hún var aðeins 17 ára göm­ul. 

Málið teng­ist fjölda ásak­ana um kyn­ferðisof­beldi gegn ung­um stúlk­um í tengsl­um við kyn­ferðis­brota­mann­inn Jef­frey Ep­stein sem á að hafa greitt Giuf­fre hálfa millj­ón banda­ríkja­dala árið 2009 gegn því að hún myndi ekki til­kynna brot gegn henni til lög­reglu.

Rétt­ar­höld gætu farið fram síðar á þessu ári

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að dóms­skjöl sýni að lög­fræðing­arn­ir vilji að eig­inmaður Virg­inia Giuf­fre, Robert, og sál­fræðing­ur henn­ar, verði eiðsvar­inn.

Dóm­stóll í Banda­ríkj­un­um hafnaði beiðni Andrés­ar Bretaprins um að vísa frá einka­máli Virg­in­íu Giuf­fre gegn hon­um en lög­fræðing­ar Andrés­ar sögðu fyr­ir dómi að mál­inu ætti að vísa frá með vís­an til samn­ings­ins sem Giuf­fre gerði við Ep­stein, en dóm­ari í New York úr­sk­urðaði að málið skyldi taka fyr­ir.

Dóm­ar­inn, Lew­is Kapl­an, sem fer með málið í New York hef­ur farið fram á að lög­fræðing­ar taki sönn­un­ar­gögn vitna fyr­ir 14. júlí og gaf út að rétt­ar­höld gætu farið fram fyr­ir dóm­stól­um síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert