Hersveitir NATO yfirgefi Rúmeníu og Búlgaríu

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

Rúss­nesk stjórn­völd vilja að her­sveit­ir NATO yf­ir­gefi Rúm­en­íu og Búlgaríu, sem hluta af þeim kröf­um sem þeir hafa sett fram gagn­vart band­lagi ríkja sem Banda­rík­in leiða.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Rússa greindi frá þessu. Rúss­ar vilja að „er­lend­ar her­sveit­ir, vél­ar og vopn“ frá lönd­um sem voru ekki meðlim­ir í NATO fyr­ir árið 1997 dragi sig í burtu, þar á meðal Búlga­ría og Rúm­en­ía.

Blinken, til hægri, á leið inn á hótel í Genf …
Blin­ken, til hægri, á leið inn á hót­el í Genf í morg­un. AFP

Í dag eru fyr­ir­hugaðar viðræður Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, og Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands. Aðeins ell­efu dag­ar eru liðnir síðan full­trú­ar þeirra hitt­ust í borg­inni Genf í Sviss.

Þar samþykktu full­trú­arn­ir að halda áfram viðræðum vegna tuga þúsunda her­manna sem Rúss­ar hafa stillt upp við úkraínsku landa­mær­in.

Viðræðurn­ar 10. janú­ar stóðu yfir í tæp­ar átta klukku­stund­ir en í dag er bú­ist við hnit­miðuðum viðræðum þar sem rætt verður hvort sam­komu­lag get­ur náðst í þessu viðkvæma máli.

Liz Truss.
Liz Truss. AFP

Liz Truss, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands,  varaði Rússa sterk­lega við því að ráðast inn í Úkraínu í ræðu sem hún hélt í Ástr­al­íu og beindi orðum sín­um sér­stak­lega að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

Hann „hef­ur ekki lært af sög­unni,“ sagði Truss og hvatti Pútín til að „færa sig í burtu frá Úkraínu áður en hann ger­ir stór mis­tök.“

„Inn­rás mun aðeins leiða til hræðilegs kvik­synd­is og mann­falls eins og við vit­um eft­ir stríð Sov­ét­manna í Af­gan­ist­an og deil­unn­ar í Tsjet­sjen­íu,“ sagði hún og vísaði í fyrri átök þar sem hundruð þúsunda lét­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert