Beiðni Breiviks um reynslulausn hafnað

Beiðni Anders Behrings Breiviks um reynslulausn var í dag hafnað.
Beiðni Anders Behrings Breiviks um reynslulausn var í dag hafnað. AFP

Norsk­ur dóm­stóll hef­ur hafnað beiðni fjölda­morðingj­ans og nýnas­ist­ans And­ers Behring Brei­vik um reynslu­lausn en rúm­ur ára­tug­ur er liðinn frá því að hann framdi fjölda­morðið í Útey þar sem hann myrti 77 manns.

í niður­stöðu dóm­stóls­ins kem­ur fram að enn stafi mik­il hætta af Brei­vik og gæti hann tekið upp sömu hegðun og leiddi til hryðju­verk­anna þann 22. júlí fyr­ir 10 árum.

Brei­vik hef­ur ekki sýnt eft­ir­sjá vegna fjölda­morðanna og var því úr­sk­urður­inn ekki óvænt­ur.

Hægt að fram­lengja dóm­inn

Brei­vik var dæmd­ur í 21 árs „for­var­ing“ árið 2012 fyr­ir að hafa myrt 77 ein­stak­linga í skipu­lögðum árás­um. Fyrst með sprengju í Ósló, þar sem átta lét­ust, og síðar sama dag í Útey þar sem hann skaut til bana 69 manns í sum­ar­búðum ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins. Voru flest­ir sem lét­ust ung­menni.  

„For­var­ing“-úrræðið er ólíkt hefðbundn­um refsi­dóm þar sem hægt er að fram­lengja dóm­inn ótíma­bundið svo lengi sem dóm­ar­ar telji sam­fé­lag­inu stafa ógn af Brei­vik.

Við upp­kvaðningu dóms­ins árið 2012 kom fram að að 10 árum liðnum gæti Brei­vik farið fram á reynslu­lausn, sem hann gerði í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert