Segja ótímabært að tala um leiðtogafund

Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg sem hýsir stjórnvöld í Rússlandi.
Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg sem hýsir stjórnvöld í Rússlandi. AFP

Enn er ótímabært er að staðfesta að úr leiðtogafundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Joe Bidens Bandaríkjaforseta verði, að sögn stjórnvalda í Kreml í Moskvu. 

Franska forsetaskrifstofan lýsti því yfir í dag að forsetar beggja landanna hefðu í „meginatriðum“ samþykkt að efna til leiðtogafundar um ástandið í Úkraínu. Fund­ur­inn yrði hald­inn svo lengi sem Rúss­ar ráðist ekki inn í Úkraínu. 

Haft er eftir talsmanni Kremlar að ekki sé of snemmt sé að segja til um nokkurt skipulag og að ekki sé enn í hendi að af fundinum verði. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna (til vinstri) og Vladimír Pútín, forseti …
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna (til vinstri) og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert