Segja ótímabært að tala um leiðtogafund

Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg sem hýsir stjórnvöld í Rússlandi.
Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg sem hýsir stjórnvöld í Rússlandi. AFP

Enn er ótíma­bært er að staðfesta að úr leiðtoga­fundi Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta og Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta verði, að sögn stjórn­valda í Kreml í Moskvu. 

Franska for­seta­skrif­stof­an lýsti því yfir í dag að for­set­ar beggja land­anna hefðu í „meg­in­at­riðum“ samþykkt að efna til leiðtoga­fund­ar um ástandið í Úkraínu. Fund­ur­inn yrði hald­inn svo lengi sem Rúss­ar ráðist ekki inn í Úkraínu. 

Haft er eft­ir tals­manni Kreml­ar að ekki sé of snemmt sé að segja til um nokk­urt skipu­lag og að ekki sé enn í hendi að af fund­in­um verði. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna (til vinstri) og Vladimír Pútín, forseti …
Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna (til vinstri) og Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert