Karlmaður ákærður í máli Madeleine McCann

Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli …
Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli í Portúgal.

Karl­maður hef­ur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portú­galskra yf­ir­valda vegna hvarfs hinn­ar bresku Madeleine McCann í maí árið 2007. 

Þetta staðfestu portú­galsk­ir sak­sókn­ar­ar í dag. 

Þýska lög­regl­an til­kynnti árið 2020 að hún hefði til rann­sókn­ar þýsk­an karl­mann, sem þegar sat í fang­elsi vegna ann­ars máls, í tengsl­um við hvarf McCann. Var maður­inn tal­inn hafa myrt McCann sem var þriggja ára göm­ul þegar hún hvarf í fríi með fjöl­skyldu sinni í Portúgal. 

Lög­regl­an hef­ur vísað til manns­ins sem Christian B, en bresk­ir miðlar segja hann heita fullu nafni Christian Brückner. Hann hef­ur áður verið sak­felld­ur fyr­ir hvoru tveggja kyn­ferðis­brot og fíkni­efna­brot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert