Sannleikurinn komi fram 15 árum síðar

Kate og Gerry McCann árið 2017.
Kate og Gerry McCann árið 2017. AFP

For­eldr­ar bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann segja nauðsyn­legt að kom­ast að sann­leik­an­um um hvarf henn­ar. 15 ár eru liðin síðan glæp­ur­inn var fram­inn þegar fjöl­skyld­an var í fríi í Portúgal.

„Á þessu ári eru liðin 15 ár síðan við sáum Madeleine síðast. Þetta ár er ekk­ert erfiðara en önn­ur en það er ekk­ert auðveld­ara held­ur. Þetta er mjög lang­ur tími,“ sögðu þau Kate og Gerry McCann í yf­ir­lýs­inu á vefsíðu sinni.

Madeleine McCann hvarf frá Praia da Luz í Portúgal 3. maí 2007 þegar hún var þriggja ára. Mik­il leit hófst í kjöl­farið að henni og fjölluðu fjöl­miðlar um all­an heim um málið.

Húsið í Lagos í Portúgal, þar sem Madeleine hvarf.
Húsið í Lagos í Portúgal, þar sem Madeleine hvarf. AFP

„Hvað sem ger­ist þá verður Madeleine ávallt dótt­ir okk­ar, auk þess sem virki­lega hrylli­leg­ur glæp­ur hef­ur verið fram­inn,“ sögðu for­eldr­ar henn­ar.

„Það er rétt samt sem áður að óvissa býr til veik­leika; þekk­ing og vissa veita styrk og af þess­ari ástæðu þurf­um við nauðsyn­lega að fá svör og að sann­leik­ur­inn komi fram.“

Madeleine McCann minnst með kertaljósum.
Madeleine McCann minnst með kerta­ljós­um. AFP

Í síðasta mánuði greindu portú­gölsk yf­ir­völd frá því ásamt þýsk­um sak­sókn­ur­um að dæmd­ur þýsk­ur nauðgari, kallaður Christian B, væri grunaður um hvarf henn­ar. Hann hef­ur ekki verið ákærður í mál­inu, auk þess sem líkið hef­ur ekki fund­ist. 

Christian B afplán­ar nú sjö ára dóm í borg­inni Old­en­burg í norður­hluta Þýska­lands fyr­ir að nauðga 72 ára banda­rísk­um ferðamanni í Praia da Luz árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert