Lofar að hjálpa ef þvingunum er aflétt

Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. AFP

Rúss­nesk yf­ir­völd boða stór­tæk fram­lög, til þess að yf­ir­stíga mat­væla­skort í heim­in­um, gegn því að vest­ræn ríki aflétti ríkj­andi viðskiptaþving­un­um gegn Rússlandi. 

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, átti síma­fund með Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu í dag. 

Leiðtog­arn­ir tveir ræddu um þró­un­ina í Úkraínu og mögu­leika til þess að ná sam­an um aðgerðir til þess að koma í veg fyr­ir heims­læg­an mat­væla­skort. Þá fóru þeir einnig yfir þær al­var­legu af­leiðing­ar sem skort­ur­inn hef­ur í för með sér fyr­ir hinar fá­tæk­ari þjóðir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ít­ölsku rík­is­stjórn­inni.

Eiga nægt korn og áburð til út­flutn­ings

Rík­is­stjórn Rúss­lands gaf einnig út yf­ir­lýs­ingu að lokn­um fund­in­um. Þar seg­ir að Pútín leggi sér­staka áherslu á það að Rúss­land sé til­búið að leggja sitt af mörk­um, og rúm­lega það, til þess að af­stýra yf­ir­vof­andi mat­væla­skorti. 

Rúss­land eigi korn og áburð til út­flutn­ings, en þá verði vest­ræn ríki að aflétta gild­andi viðskiptaþving­un­um af Rússlandi. 

Þá vísaði Pútín á bug ásök­un­um um að Rúss­land bæri ábyrgð á mat­væla­skort­in­um sem nú vof­ir yfir heims­byggðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert