Græddu ekki mikið á bólusetningu barna

Sex ára barn fær bólusetningu við kórónuveirunni í nóvember á …
Sex ára barn fær bólusetningu við kórónuveirunni í nóvember á síðasta ári. AFP

„Við erum orðin vitr­ari og mynd­um ekki gera það sama í dag,“ sagði Søren Brostrøm, yf­ir­maður dönsku heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, um bólu­setn­ing­ar barna gegn kór­ónu­veirunni í viðtali við dönsku frétta­stof­una TV2.

Síðasta sum­ar var börn­um á aldr­in­um 12-15 ára í Dan­mörku boðið að fá bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni. Í nóv­em­ber var síðan mælt með bólu­setn­ingu barna á aldr­in­um 5-11 ára.

Seg­ir í frétt TV2 að bólu­setn­ing­arn­ar hafi þá aðallega verið til að stemma stigu við far­aldr­in­um en ekki verið barn­anna vegna.

Mis­tök miðað við upp­lýs­ing­arn­ar í dag

Aðspurður sagði Brostrøm að miðað við upp­lýs­ing­arn­ar sem við búum yfir í dag hafi verið mis­tök að bólu­setja börn en miðað við upp­lýs­ing­arn­ar sem við höfðum þá hafi það ekki verið mis­tök.

„Eft­ir á að hyggja grædd­um við ekki mikið á að bólu­setja börn þegar kom að því að berj­ast við far­ald­ur­inn. En þetta vit­um við eft­ir á,“ sagði hann.

„Mig lang­ar að horfa í aug­un á öll­um for­eldr­um barna sem hafa bólu­sett barnið sitt og segja: „Þú gerðir rétt og takk fyr­ir að hlusta.“ En á sama tíma – og það er mik­il­vægt til að viðhalda trausti – skal ég viður­kenna og segja að við erum orðin vitr­ari og mynd­um ekki gera það sama í dag. Og það mun­um við ekki gera í framtíðinni held­ur,“ bætti Brostrøm við.

Rík­is­stjórn Dan­merk­ur til­kynnti í gær að þau myndu bjóða áhættu­hóp­um upp á fjórða skammt bólu­efn­is­ins í næstu viku og að öll­um yfir fimm­tugt byðist skammt­ur­inn í haust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert