Pútín segir kjarnorkustríð ekki mega brjótast út

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fullyrðir að Rússland standi enn fyllilega …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fullyrðir að Rússland standi enn fyllilega við samninga sem mæla gegn dreifingu kjarnorkuvopna. AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, seg­ir kjarn­orku­stríð vera stríð án sig­ur­veg­ara. Því megi það aldrei brjót­ast út. 

Þessi orð lét hann falla á tí­undu ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna vegna sátt­mál­ans um að dreifa ekki kjarn­orku­vopn­um. Hann lagði áherslu á það að Rúss­land stæði enn fylli­lega við sátt­mál­ann. 

Banda­rík­in, Bret­land og Frakk­land gagn­rýndu í dag Rússa fyr­ir óá­byrga og hættu­lega orðræðu, um hugs­an­lega beit­ingu kjarn­orku­vopna, frá því að stríð braust út í Úkraínu með inn­rás Rússa. 

Rúss­nesk­ir rík­is­miðlar hafa talað upp beit­ingu kjarn­orku­vopna. Var það harðlega gagn­rýnt af Dmitrí Múratov, rúss­nesk­um Nó­bels­verðlauna­hafa og út­gef­anda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert