Breivik reynir aftur að losna úr einangrun

Anders Behring Breivik myrti 77 manns árið 2011.
Anders Behring Breivik myrti 77 manns árið 2011. AFP

Norski hryðju­verkamaður­inn And­ers Behring Brei­vik ætl­ar að stefna norska rík­inu og krefjast þess að losna úr ein­angr­un en hann hef­ur setið þar í ára­tug eft­ir að hann myrti 77 manns árið 2011. 

Af­ten­posten grein­ir frá þessu en Brei­vik tel­ur að norska ríkið beiti hann ómannúðlegri meðferð og fremji á hon­um mann­rétt­inda­brot. 

Brei­vik, sem er nú 43 ára gam­all, hef­ur ekki haft sam­skipti við neina aðra fanga frá því að hann var dæmd­ur í 21 árs „for­var­ing“ árið 2012. 

„For­var­ing“-úrræðið er ólíkt hefðbundn­um refsi­dóm­um þar sem hægt er að fram­lengja dóm­inn ótíma­bundið svo lengi sem dóm­ar­ar telji sam­fé­lag­inu stafa ógn af Brei­vik.

Þetta er í annað sinn sem hann stefn­ir norska rík­inu á grund­velli þess að ríkið hafi brotið gegn 3. og 8. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þar seg­ir að eng­inn skuli þola pynt­ing­ar, ómannúðlega eða niður­lægj­andi meðferð eða refs­ingu og að all­ir eigi rétt á friðhelgi einka- og fjöl­skyldu­lífs.

Var því máli hafnað en Fredrik Sejer­sted rík­is­lögmaður seg­ir að nýja máls­sókn­in verði af­greidd á hefðbund­inn hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert