23 skotnir til bana í Írak

23 stuðningsmenn sítalerksins Moqtada Sadr voru skotnir til bana í átökum tveggja fylkinga í Írak í morgun. 

Undanfarna mánuði hefur Írak verið án nýrrar ríkisstjórnar, forsætisráðherra og forseta með tilheyrandi stjórnarkreppu. 

Árásum var í morgun beint að svokölluðu grænu svæði þar sem byggingar ríkisstjórnarinnar eru staðsettar.

Spennan í landinu jókst enn frekar í gær þegar stuðningsmenn Sadr ruddust inn í Lýðveldishöll landsins eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum.

Í átökunum sem hafa ríkt eigast við stuðningsmenn Sadr gegn sítahreyfingum sem eru studdar af nágrannaríkinu Íran.

Stuðningsmenn Moqtada Sadr í höfuðborg Íraks, Bagdad, í gær.
Stuðningsmenn Moqtada Sadr í höfuðborg Íraks, Bagdad, í gær. AFP/ Ahmad Al-rubaye
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert