Flokkurinn fari að fordæmi hundsins og kattarins

Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, kveður fyrir utan Downing stræti …
Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, kveður fyrir utan Downing stræti 10. AFP/Justin Tallis

Boris Johnsons, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, hét því að styðja arftaka sinn, Liz Truss í nýja embættinu, þegar hann hélt síðustu ræðuna sína við Downing-stræti í morgun sem leiðtogi landsins.

„Það er tími til að við styðjum við bakið á Liz Truss og teymið hennar,“ sagði hann við samstarfsfélaga sína í breska Íhaldsflokknum. 

Í ræðunni, sem sérfræðingar segja að hafi verið í anda stjórnmálamannsins, líkti Johnson sjálfum sér við eldflaug sem hefði nú uppfyllt hlutverk sitt og væri nú að fara að brotlenda á afskekktum stað á Kyrrahafinu.

Verða að leggja ágreining til hliðar

Þá lagði hann jafnframt mikilvægi þess að flokksmenn myndu leggja allan ágreining innan flokksins til hliðar og taka höndum saman og sameina krafta sína í baráttunni við orkukreppuna, sem mun að öllum líkindum verða fyrsta stóra verkefnið sem Truss glímir við í stjórnartíð sinni.

„Ef Dilyn (hundur Johnson) og Larry (kötturinn í Downing-stræti) geta sett einstaka ágreining á bakvið sig, þá getur Íhaldsflokkurinn það líka,“ bætti Johnson við til að leggja áherslu á málflutning sinn.

Liz Truss bar sigur úr býtum á föstudaginn og tekur …
Liz Truss bar sigur úr býtum á föstudaginn og tekur við embætti í dag. AFP/Niklas Halle'n

Formlegt uppsagnarbréf í dag

Bor­is John­son, sem hef­ur starfað sem for­sæt­is­ráðherra frá því hann sagði af sér embætti í byrj­un júlí, mun færa Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu form­legt upp­sagn­ar­bréf sitt í dag.  

Truss bar sig­ur úr být­um í leiðtoga­kjöri Íhalds­flokks­ins í Bretlandi og verður þar með næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins. At­kvæðagreiðslunni lauk á föstu­dag­inn þar sem kosið var á milli Truss, sem er ut­an­rík­is­ráðherra, og Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands. 

Truss og Johnson fara í dag á fund með Elísabetu Bretadrottningu en hún er stödd í sumarhúsi sínu á skoska hálendinu. Vegna heilsufarsvandamála hefur hún ekki treyst sér til að snúa til baka til Buckinghamhallar að sumarfríi loknu.

Á fundinum mun drottningin biðja Truss, sem leiðtoga stærsta flokksins á þingi, að mynda ríkisstjórn.

Truss mun síðan ferðast aftur til London í dag og ávarpa þjóðina fyrir utan Downingstræti 10, ef veður leyfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert