Vilja að Pútín taki pokann sinn

Rússneskir borgar- og borgarhlutafulltrúar í Moskvu og Pétursborg telja mælinn …
Rússneskir borgar- og borgarhlutafulltrúar í Moskvu og Pétursborg telja mælinn nú fullan og krefjast þess skriflega að Vladimír Pútín segi af sér embætti í nafni þjóðaröryggis. Annar hópur ritaði Dúmunni erindi og mæltist til þess að forsetinn yrði dreginn fyrir landsdóm fyrir landráð. AFP/Sergei Bobylyov

Nítj­án borg­ar­full­trú­ar í Moskvu og Pét­urs­borg í Rússlandi hafa und­ir­ritað skjal þar sem þeir krefjast þess að for­seti lands­ins, Vla­dimír Pútín, segi af sér embætti í nafni þjóðarör­ygg­is. Frá þessu greindu full­trú­arn­ir á Twitter í dag, mánu­dag, og birtu skjal sitt þar.

Twitter-skeytið kom frá Kseniu Tor­strem, full­trúa í borg­ar­hlut­an­um Semenovskí í Pét­urs­borg, og má þar lesa texta sem hefst með svo­felld­um orðum: „Aðgerðir Pútíns for­seta eru skaðleg­ar framtíð Rúss­lands og borg­ara þess. Við krefj­umst þess að Vla­dimír Pútín láti af for­seta­embætti Rúss­lands.“

Pét­urs­borg er ein­mitt heima­byggðarlag Pútíns auk þess sem þar hófst stjórn­mála­fer­ill hans á sín­um tíma en í skjal­inu eru borg­ar- og bæj­ar­full­trú­ar víðar um land hvatt­ir til að ganga til liðs við nítj­án­menn­ing­ana og und­ir­rita skjalið. Sjálf grein­ir Tor­strem frá því að henni sé kunn­ugt um 84 full­trúa til viðbót­ar sem hygg­ist leggja nöfn sín við kröf­una um að Pútín taki pok­ann sinn.

Kallaðir til yf­ir­heyrslu

For­saga máls­ins er að sjö full­trú­ar hverf­is­ráðsins í Smoln­in­skí, sem einnig er í Pét­urs­borg, komu sam­an í síðustu viku og rituðu Dúmunni bréf, neðri deild rúss­neska þings­ins, þar sem þeir kröfðust þess að Pútín yrði dreg­inn fyr­ir lands­dóm og ákærður fyr­ir landráð.

Sögðu þeir for­set­ann bera fulla ábyrgð á því að ung­ir her­menn væru strá­felld­ir í Úkraínu, efna­hag­ur lands­ins stæði á brauðfót­um, Atlants­hafs­banda­lagið NATO kæmi til með að stækka og vest­ræn ríki keppt­ust við að senda Úkraínu­mönn­um vopn og verj­ur.

Voru sjö­menn­ing­arn­ir þegar kallaðir til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu og brigslað um að sví­v­irða rúss­neska her­inn. All­ir eru þeir nú frjáls­ir ferða sinna en mega að minnsta kosti bú­ast við sekt­um fyr­ir til­tækið.

Dmítrí Palj­uga og Níkíta Ju­ferj­ev eru tveir bréf­rit­ara og birtu þeir bréfið á sam­fé­lags­miðlum. Fyr­ir vikið tók þýski fjöl­miðill­inn Deutsche Welle þá tali um helg­ina þar sem Palj­uga kvað þá ekki ganga þess dulda að þeir tækju mikla áhættu. Benti hann á að fyrr á þessu ári hefði rúss­nesk­ur stjórn­mála­maður hlotið sjö ára dóm fyr­ir að dreifa ósann­ind­um um rúss­neska herafl­ann.

Hann tel­ur sjö­menn­ing­ana þó ekki vænta ákæru. „Eng­in viður­lög liggja við því að senda op­in­berri stofn­un til­lögu. Rúss­nesk lög úti­loka það,“ seg­ir Palj­uga og kveðst sann­færður um að rit­un bréfs­ins hafi verið það eina rétta. „Við lít­um ekki á stækk­un NATO sem beina ógn við Rúss­land en við reyn­um að höfða til ólíkra hópa í Rússlandi með ólík­um rök­um til að sann­færa þá um að þessu stríði verði að ljúka,“ seg­ir hann enn frem­ur.

The Moscow Times

Deutsche Welle

Daily Mail

Bus­iness Insi­der

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert