Xi Jinping og Pútín munu funda um Úkraínu

Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína.
Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína. AFP/Alexei Druzhinin

Xi Jin­ping, for­seti Kína, og Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands, munu funda á morg­un og á föstu­dag­inn þar sem þeir munu meðal ann­ars ræða inn­rás Rúss­land í Úkraínu.

Frétta­stofa BBC grein­ir frá þessu.

Xi Jin­ping og Pútín munu funda í Úsbekist­an um alþjóðamál og inn­lend mál­efni sam­kvæmt til­kynn­ingu frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um. Mun þetta verða fyrsta ferð Xi Jin­ping út fyr­ir land­stein­anna síðan að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á.

Á fund­in­um verða einnig leiðtog­ar frá Indlandi, Pak­ist­an, Tyrklandi og Íran. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert