Gagnsókn Úkraínu engu breytt

Vladimir Pútín á ráðstefnunni í gær.
Vladimir Pútín á ráðstefnunni í gær. AFP/Sergei Bobylyov

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti seg­ir að gagn­sókn Úkraínu­manna að und­an­förnu breyti ekki áætl­un­um Rússa.

Úkraínu­menn segj­ast hafa end­ur­heimt yfir 8.000 fer­kíló­metra svæði af Rúss­um á sex dög­um í Karkív-héraði í norðaust­ur­hluta Úkraínu.

Að lok­inni ráðstefnu í Úsbekist­an sagði Pútín að hon­um liggi ekk­ert á og að sókn Rússa í Don­bas-héraði sé á áætl­un.

Hann bætti við að Rúss­ar hefðu ekki enn notað allt sitt herlið.

„Sókn­araðgerð okk­ar í Don­bas er ekk­ert að fara að stöðvast. Þeir færa sig áfram, ekki mjög hratt, en smám sam­an eru þeir að ná stærra og stærra landsvæði,“ sagði Pútín, sem hafði ekki áður tjáð sig um gagn­sókn úkraínska hers­ins.

Rúss­ar hafa ein­beitt sér að Don­bas í aust­ur­hluta Úkraínu í inn­rás­inni og seg­ir Pútín rang­lega að nauðsyn­legt sé að ná landsvæðinu á sitt vald til að koma í veg fyr­ir þjóðarmorð rúss­nesku mæl­andi fólks sem þar býr, að því er BBC grein­ir frá.

Hluti Don­bas-héraðs hef­ur verið und­ir stjórn aðskilnaðarsinna sem eru hliðholl­ir Rúss­um frá ár­inu 2014. Karkív-hérað, þar sem gagn­sókn Úkraínu­manna hef­ur farið fram, er ekki hluti af Don­bas.

Pútín benti á að aðeins hluti af rúss­neska hern­um sé að berj­ast í Úkraínu og hótaði hann „al­var­legri“ viðbrögðum ef árás­ir Úkraínu­manna halda áfram.

„Ég minni ykk­ur á að rúss­neski her­inn í heild sinni er ekki að berj­ast....aðeins at­vinnu­her­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert