Efnt til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland

Úkraínskir hermenn á ferðinni í Donbas.
Úkraínskir hermenn á ferðinni í Donbas. AFP

Efnt verður til at­kvæðagreiðslu á her­numd­um svæðum í aust­ur-Do­netsk og Lúg­ansk héröðunum, sem og í suður-Ker­son og Sa­p­orísía-héröðunum í Úkraínu um að þau verði hluti af Rússlandi.

At­kvæðagreiðslan hefst á föstu­dag og stend­ur yfir í fimm daga, en það er AFP-frétta­stofa sem grein­ir frá þessu.

Um­rædd héruð eru víg­vell­ir gagn­sókn­ar Úkraínu­manna en her­sveit­ir frá Kænug­arði hafa end­ur­heimt á nokk­ur hundrað bæi og þorp sem voru áður yf­ir­ráðasvæði Rússa.

Inn­limun héraðanna í Rúss­land gæti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar þar sem Moskva gæti haldið því fram að verið sé að vernda eigið um­dæmi fyr­ir úkraínsk­um her­sveit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert