Herkvaðningin muni taka fleiri mánuði

00:00
00:00

Herkvaðning, og að virkja alla sem und­ir henni eru, mun taka fleiri mánuði. Útvega þarf nýj­um her­mönn­um búnað og skipu­leggja nýj­ar her­sveit­ir, þrátt fyr­ir að sum­ir í varaliðunum séu með her­reynslu. 

Þetta er mat Paul Adams, sér­fræðings BBC í alþjóðamál­um.

„Rúss­ar verða ekki farn­ir að taka þátt fyrr en í vor nema þeir ætli sér að setja nýja her­menn al­gjör­lega óund­ir­búna á víg­völl­inn,“ skrif­ar hann um herkvaðning­una sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til­kynnti um í morg­un. 

„Og miðað við hörmu­legt gengi Rússa, þar sem þeir hafa tapað mikl­um her­gögn­um, gæti reynst yf­ir­völd­um í Moskvu flókið að út­vega þeim her­gögn sem til þarf til að gera nokk­urt gagn.“

Gagn­sókn Úkraínu­manna hef­ur gengið von­um fram­ar á ýms­um svæðum í Úkraínu og hef­ur þeim tek­ist að end­ur­heimta nokk­urt landsvæði sem Rúss­ar höfðu her­numið, ekki síst vegna send­inga frá ríkj­um At­lands­hafs­banda­lags­ins á háþróuðum vopn­um. Með þeim hef­ur tek­ist að skjóta á og sprengja í loft upp nokkuð af vopna­búr­um Rússa á víg­stöðvun­um. 

„Vand­ræði við skipu­lag rúss­neskra her­sveita sem þegar eru á víg­vell­in­um hafa auk­ist til muna og ekki munu þau minnka þegar nýj­ar her­sveit­ir verða send­ar.

Og hvað með her­menn­ina sem þegar eru í Úkraínu? Mórall­inn er þegar mjög lé­leg­ur. Núna munu þeir fá til­kynn­ingu um að samn­ing­ar þeirra hafa verið ein­hliða fram­lengd­ir og lang­ur og erfiður vet­ur framund­an,“ skrif­ar hann. 

Leys­ir ekki vanda Rússa

Luke Har­ding, frétta­rit­ari Guar­di­an, seg­ir að herkvaðning­in muni ekki leysa vanda­mál Rússa við að manna her­inn. Öllu frem­ur tel­ur hann að herkvaðning­in verði veru­lega óvin­sæl. 

„Á sama tíma höf­um við beðið eft­ir því að ólíg­ark­ar, her­for­ingj­ar eða aðrir hátt­setn­ir í Kreml snú­ist gegn Pútín. Ég er hrædd­ur um að það sé ekki að ger­ast.“

Vladimír Pútín forseti Rússlands og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra.
Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands og Ser­gei Shoigu varn­ar­málaráðherra. AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert