Pútín „blygðunarlaust“ brotið gegn sáttmála SÞ

00:00
00:00

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, ávítti Vla­dimír Pútín harka­lega á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna aðeins ör­fá­um klukku­stund­um eft­ir að Pút­in til­kynnti um herkvaðningu í Rússlandi.

Þá sagði Biden rúss­neska for­set­ann hafa „blygðun­ar­laust“ brotið gegn sátt­mála Sam­einuðu Þjóðanna þegar hann réðst inn í ná­granna­ríkið Úkraínu.

„Rúss­ar hafa blygðun­ar­laust brotið gegn meg­in­regl­um sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði ár­lega þingið í New York.

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir hafa ráðist á úkraínska skóla, járn­braut­ar­stöðvar og sjúkra­hús, sem hluti af mark­miði Moskvu um að „út­rýma til­veru­rétti Úkraínu sem ríki,“ sagði Biden.

Ekki hægt að vinna kjarn­orku­stríð

„Við erum að sjá óhugn­an­lega þróun,“ sagði Biden og átti þá við hót­an­ir Pút­in um að grípa til kjarn­orku­vopna sem hann sagði óá­byrg­ar.

„Það er ekki hægt að vinna kjarn­orku­stríð og það má aldrei grípa til þess,“ sagði Biden.

Aft­ur á móti eru „Banda­rík­in reiðubú­in til að grípa til mik­il­vægra vopna­eft­ir­litsaðgerða“, sagði hann.

Leit­ast ekki eft­ir átök­um

Biden beindi þá orðum sín­um að Kína en var tölu­vert mild­ari í orðavali og sagði að þótt Banda­rík­inu muni ekki vera ófeim­in við að kynna sýn sína um frjáls­an op­inn, ör­ugg­an og far­sæl­an heim þá myndu þau ekki neyða lönd til að velja hlið.

„Við leit­umst ekki eft­ir átök­um, við leit­umst ekki eft­ir Kalda stríðinu,“ sagði hann.

Biden ávarpar allsherjarþingið í dag.
Biden ávarp­ar alls­herj­arþingið í dag. AFP

Standa með ír­önsk­um kon­um

Þá sneri for­set­inn sér einnig að Íran og sagði Banda­ríkja­menn „standa með hug­rökku kon­un­um í Íran“.

Víða hef­ur verið mót­mælt þar í landi í kjólf­ar þess að hin 22 ára Mahsa Am­ini lét lífið í haldi lög­reglu en hún hafði verið hand­tek­in fyr­ir að klæðast hijab-slæðu á „óviðeig­andi“ hátt.

„Í dag stönd­um við með hug­rökk­um borg­ur­um og hug­rökk­um kon­um Írans sem mót­mæla nú til að tryggja grund­vall­ar­rétt­indi sín,“ sagði Biden.

Frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Frá alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert