Pútín tilkynnir herkvaðningu í Rússlandi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vla­dimír Pútín til­kynnti herkvaðningu í Rússlandi rétt í þessu.

Útsend­ing á ávarpi Pútíns hófst laust eft­ir klukk­an 6 í morg­un og stend­ur enn yfir. Áður hafði verið boðað til út­send­ing­ar í gær­kvöldi en því slegið á frest.

Ekki er um alls­herj­ar­herkvaðningu að ræða held­ur stend­ur til að virkja 300 þúsund manna varalið.

Tek­ur gildi í dag

Fram kom í máli Pútíns að herkvaðning­in taki gildi frá og með deg­in­um í dag og að varn­ar­málaráðuneytið hafi þegar samþykkt ráðstöf­un­ina og ritað und­ir skip­un­ina.

Í ávarpi sínu hef­ur Pútín þegar sagt að Vest­ur­veld­in hafi sýnt fram á að þau stefni á að gjör­eyða Rússlandi og að borg­ar­ar Úkraínu hafi verið notaðir sem byssu­fóður. „Mark­mið okk­ar er að frelsa Don­bass,“ sagði hann. 

Hann seg­ir ljóst að Vest­ur­veld­in vilji ekki að friður ríki á milli Rúss­lands og Úkraínu og þar með sé áríðandi að grípa til aðgerða „til að vernda fólk í frelsuðu héruðunum.“

Hótaði notk­un kjarn­orku­vopna

Þá sakaði Pútín Vest­ur­veld­in um að kúga Rúss­land með kjarn­orku­vopn­um – en Rúss­land eigi næg vopn í vopna­búr­inu gagn­vart þeim. „Við verðum að nýta öll okk­ar úrræði til að verja fólkið okk­ar,“ sagði hann og bætti við að hann væri ekki að grín­ast.

„Þeir sem reyna að kúga okk­ur með kjarn­orku­vopn­um ættu að átta sig að að vind­arn­ir geta líka blásið í þeirra átt,“ sagði Pútín. 

„Ég treysti á ykk­ar stuðning,“ sagði hann enn frek­ar.

Líkt og greint var frá í gær var til­kynnt um at­kvæðagreiðslu á her­numd­um svæðum Úkraínu, í héröðunum Do­netsk, Lúhansk, Suður-Ker­son og Sa­p­orísía, um inn­limun í Rúss­land. At­kvæðagreiðslan er á borði lepp­stjórn­ar Kreml í héröðunum og ekki viður­kennd af alþjóðarsam­fé­lag­inu. 

Pútín seg­ir að þeir sem búa á svæðum í Úkraínu und­ir Rúss­neskri stjórn vilji ekki „vera und­ir hæl nýnas­ista“ og bæt­ir við: „Við styðjum þetta fólk“.

Nær en­ung­is til varaliðs

Upp­fært klukk­an 6:43: Ávarp­inu er nú lokið. Herkvaðning­in virðist ein­ung­is ná til þeirra sem þegar eru í varaliðum hers­ins og hafa áður starfað í hern­um.  

Þá lýsti Pútín yfir aukn­um fjár­fram­lög­um rík­is­ins til vopna­fram­leiðslu. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert