Sýnir fram á örvæntingu Pútíns

Vladimír Pútin við ræðuhöld í Kreml í gærkvöldi.
Vladimír Pútin við ræðuhöld í Kreml í gærkvöldi. AFP

Herkvaðning Vla­dimírs Pútíns, sem tek­ur gildi í dag, auk at­kvæðagreiðslu sem efnt hef­ur verið til á her­numd­um héröðum í Úkraínu, sýn­ir fram á ör­vænt­ingu hans og stjórn­valda í Kreml gagn­vart stríðsrekstr­in­um í Úkraínu. 

Þetta seg­ir Peter Stano, upp­lýs­inga­full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Þetta er ein­ung­is enn ein sönn­un þess að Pútín hef­ur ekki áhuga á friði, að hann vilji stig­mögn­un þessa stríðs sem hann efndi til,“ sagði Stano. 

„Þetta er einnig enn eitt merki ör­vænt­ingu hans, um hve illa inn­rás hans geng­ur í Úkraínu.“

Kín­verj­ar kalla eft­ir vopna­hléi

Wang Wen­bin, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Kína, kallaði eft­ir vopna­hléi í gegn­um sam­tal og ráðgjöf eft­ir að frétt­ir bár­ust af yf­ir­lýs­ing­um Pútíns um herkvaðningu. Kín­verj­ar eiga í nánu stjórn­mála­sam­starfi við Rúss­land. 

„Við köll­um eft­ir að hlutaðeig­andi aðilar efni til vopna­hlés í gegn­um sam­tal og ráðgjöf og finni lausn sem tek­ur til ör­ygg­is­mála allra aðila eins fljótt og auðið er,“ sagði Wen­bin á blaðamanna­fundi í morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert