Taka beri kjarnorkuhótunum Pútíns alvarlega

Frá Rauða torginu í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Frá Rauða torginu í Moskvu, höfuðborg Rússlands. AFP

Yf­ir­lýs­ing Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta er stig­mögn­um sem vert er að hafa áhyggj­ur af. Svo er haft eft­ir Gilli­an Keeg­an, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands á BBC. 

Keeg­an sagði óhugn­an­legt að hlusta á Pútín tala um ógn Vest­ur­veld­anna og nefna kjarn­orku­vopn í því sam­hengi. 

Gillian Keegan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands.
Gilli­an Keeg­an, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands. Ljós­mynd/​Breska ut­an­rík­is­ráðuneytið

„Þetta er al­var­leg hót­un, en þessu hef­ur verið hótað áður,“ er haft eft­ir henni á BBC. 

Hún bætti við að þó eigi að taka orðum Pútíns al­var­lega og hvatti fólk til að halda ró sinni þrátt fyr­ir tal um notk­un á kjarn­orku­vopn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert