Undanþágur í Rússlandi vegna herkvaðningar

Margir bíða eftir því að komast akandi frá Rússlandi yfir …
Margir bíða eftir því að komast akandi frá Rússlandi yfir til Finnlands. AFP/Sasu Makinen

Fólk sem starfar í tölvuþjón­ustu og bönk­um, auk frétta­fólks sem vinn­ur fyr­ir ríkið get­ur fengið und­anþágu vegna herkvaðning­ar í Rússlandi sem til­kynnt var um á miðviku­dag­inn.

Þetta kem­ur fram í frétt BBC.

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands til­kynnti í dag að at­vinnu­rek­end­ur þurfi að setja sam­an lista með starfs­fólki sem get­ur fallið und­ir und­anþág­una og senda list­ann síðan til ráðuneyt­is­ins.

Í kring­um 300.000 al­menn­ir borg­ar­ar í Rússlandi eiga í hættu á að vera kallaðir í her­inn til að aðstoða við inn­rás Rússa í Úkraínu.

Raðir hafa mynd­ast víða við landa­mæri Rúss­lands þar sem karl­ar reyna að yf­ir­gefa landið til að kom­ast hjá herkvaðningu vegna Úkraínu­stríðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert