Minnst 46 stúlkur létust í árásinni

Hundruð nemenda voru að undirbúa sig fyrir próf þegar árásin …
Hundruð nemenda voru að undirbúa sig fyrir próf þegar árásin átti sér stað. AFP

Að minnsta kosti 46 stúlk­ur og ung­ar kon­ur eru meðal þeirra 53 sem lét­ust í sjálfs­morðsárás í skóla­stofu í fræðslumiðstöðinni Kaaj í Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­an, á föstu­dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa sent frá sér.

Áður hafði verið gefið út að 43 hefðu lát­ist í árás­inni.

Að minnsta kosti 110 til viðbót­ar særðust í árás­inni, en hundruð nem­enda voru í skóla­stof­unni að und­ir­búa sig fyr­ir próf þegar árás­in átti sér stað.

Mörg þeirra sem búa í hverf­inu sem árás­in átti sér til­heyra Haz­ara-þjóðar­brot­inu og eru sjíta-múslim­ar, sem hafa gjarn­an verið skot­mark árása.

Eng­inn hryðju­verka­hóp­ur hef­ur enn lýst árás­inni á hend­ur sér en Ríki Íslams hef­ur ít­rekað gert árás­ir á sjíta-múslima á svæðinu, og hafa árás­irn­ar sér­stak­lega beinst að kon­um, skól­um og mosk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert