Fjöldamorðingi áfrýjar lífstíðardómi

Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tveimur árum.
Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tveimur árum. AFP

Ástr­alsk­ur öfgamaður sem myrti 51 í árás­um sem hann gerði á tvær mosk­ur á Nýja-Sjálandi árið 2019 hef­ur áfrýjað lífstíðardómi sem hann hlaut. 

Brent­on Tarr­ant var vopnaður nokkr­um hálf­sjálf­virk­um skot­vopn­um þegar hann réðist á fólkið sem var við föstu­dags­bæn í mosk­un­um í mars fyr­ir þrem­ur árum. Hann streymdi árás­un­um í beinni út­send­ingu á net­inu.

All­ir sem lét­ust voru mús­lím­ar. Þeirra á meðal voru börn, kon­ur og eldri borg­ar­ar.

Tarr­ant játaði sök í mál­inu, en hann var ákærður fyr­ir að hafa orðið 51 að bana auk þess að hafa gert 40 til­raun­ir til mann­dráps. Hann var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á reynslu­lausn.

Þetta var í fyrsta sinn í sögu Nýja-Sjá­lands sem slík­ur dóm­ur féll, en dæmt var í mál­inu í ág­úst 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert