Minnst 326 verið drepnir af öryggissveitum

Sam­tök­in Íran mann­rétt­indi (e. Iran Hum­an Rights (IHR)) greina frá …
Sam­tök­in Íran mann­rétt­indi (e. Iran Hum­an Rights (IHR)) greina frá þess­u. AFP/Jack Guez

Íransk­ar ör­ygg­is­sveit­ir hafa að minnsta kosti drepið 326 manns í aðgerðum sín­um gegn mót­mæl­end­um á síðustu mánuðum. Sam­tök­in Íran mann­rétt­indi (e. Iran Hum­an Rights (IHR)) greina frá þess­u.

Hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni hafa geisað í land­inu eft­ir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini. Hún lét lífið þrem­ur dög­um eft­ir að hún var hand­tek­in af hinni al­ræmdu siðgæðis­lög­reglu fyr­ir að brjóta íslamsk­ar regl­ur um klæðaburð kvenna.

IHR, sem hef­ur höfuðstöðvar í Ósló í Nor­egi, grein­ir frá því að meðal þeirra 326 sem hafa látið lífið séu 43 börn og 25 kon­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert