Fórnarlömb Epstein fara í mál við banka hans

Ep­stein svipti sig lífi í fanga­klefa í New York árið …
Ep­stein svipti sig lífi í fanga­klefa í New York árið 2019 en hann beið þá eig­in rétt­ar­halda. AFP

Tvær kon­ur sem sökuðu banda­ríska kyn­ferðisaf­brota­mann­inn og auðkýf­ing­inn, Jef­frey Ep­stein, um kyn­ferðis­brot gegn þeim hafa höfðað mál gegn bönk­un­um JP Morg­an Chase og Deutsche Bank.

Þær saka bank­anna um að hundsa „rauð flögg“ um skjól­stæðing þeirra og að hagn­ast á meintu man­sali Ep­stein. 

Ep­stein svipti sig lífi í fanga­klefa í New York árið 2019 en hann beið þá eig­in rétt­ar­halda.

BBC grein­ir frá því að kon­urn­ar höfða mál­in í New York-ríki. Lög­fræðing­ar sem hafa farið fyr­ir mál­um fjölda fórn­ar­lamba Ep­stein munu einnig fara fyr­ir máli kvenn­anna. 

Vissu til hvers pen­ing­arn­ar voru notaðir

Kon­urn­ar eru ekki nafn­greind­ar en önn­ur þeirra var ball­et­d­ans­ari og braut Ep­stein á henni á ár­un­um 2006 til 2013.

Hún sak­ar JP Morg­an um að hafa vitað að fjár­mun­irn­ir á reikn­ing­um Ep­steins hafi verið notaðir til man­sals, vegna þeirra ein­stak­linga sem tóku út háar fjár­hæðir af pen­ing­um.

JP Morg­an Chase neitaði að tjá sig um málið við frétta­stofu BBC.

Greiddi fyr­ir kyn­lífs­at­hafn­ir í pen­ing­um

Hin kon­an sem fer fyr­ir mál­inu gegn Deutsche Bank, seg­ir Ep­stein hafa selt sig í man­sal yfir 15 ár tíma­bil, frá því að hún flutti til New York árið 2003.

Hún seg­ir að í sum­um til­fell­um hafi Ep­stein greitt henni í pen­ing­um fyr­ir kyn­lífs­at­hafn­ir. 

Í dóms­máli kon­unn­ar seg­ir að Ep­stein hafi fært viðskipti sín til Deutsche Bank eft­ir að JP Morg­an hætti viðskipt­um við hann árið 2013. 

Deutsche Bank hef­ur áður viður­kennt að það hafi verið mis­stök að vera í viðskipt­um við Ep­stein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert