Fangar á dauðadeild mótmæla hengingum

„Dauðaklefi“ í fangelsi í Texas.
„Dauðaklefi“ í fangelsi í Texas. AFP/Paul Buck

Þrír fang­ar á dauðadeild í japönsku fang­elsi hafa höfðað mál gegn japönsku rík­is­stjórn­inni. Þeir segja af­töku með heng­ingu vera grimmi­lega aðferð og að hana ætti að af­nema, að sögn lög­fræðings þeirra.

Jap­an er eitt af fáum þróuðum ríkj­um þar sem dauðarefs­ing­ar eru enn við lýði. Heng­ing­ar hafa verið eina aðferðin þar í landi við að fram­kvæmda refs­ing­arn­ar í um eina og hálfa öld.

Fang­arn­ir þrír eru all­ir á dauðadeild í fang­elsi í borg­inni Osaka. Nöfn þeirra hafa ekki verið gef­in upp.

Þeir krefjast einnig 33 millj­óna jena, eða um 34 millj­óna króna, í bæt­ur vegna and­legra vanda­mála sem þeir segj­ast hafa þjáðst af eft­ir að þeir fengu dauðadóm­inn árið 2000.

Yfir 100 fang­ar eru á dauðadeild í Jap­an, þar á meðal marg­ir raðmorðingj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert