Stuðningsmenn Bolsonaro ryðjast inn í þinghúsið

Lögregla mætti stuðningsmönnum fyrrverandi forsetans.
Lögregla mætti stuðningsmönnum fyrrverandi forsetans. AFP/Evaristo Sa

Stuðnings­menn Jair Bol­son­aro, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, hafa ruðst inn í þing­hús Bras­il­íu, Hæsta­rétt Bras­il­íu og for­seta­höll lands­ins til að mót­mæla embættis­töku Luiz Inacio Lula da Silva.

Lula tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janú­ar, en hann sigraði for­vera sinn, Bol­son­aro, í for­seta­kosn­ing­um í októ­ber.

Bolsonaro á dygga stuðningsmenn.
Bol­son­aro á dygga stuðnings­menn. AFP/​Evaristo Sa

Á mynd­bönd­um sem hafa verið birt á sam­fé­lags­miðlum má sjá lög­reglu reyna að verj­ast mót­mæl­end­un­um með tára­gasi. Af mynd­bönd­un­um að sjá er einnig aug­ljóst að mót­mæl­end­ur hafa valdið miklu tjóni.

Tvö ár frá árás­inni á þing­hús Banda­ríkj­anna

Þann 6. janú­ar 2021 brut­ust stuðnings­menn Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, sér leið inn í þing­hús Banda­ríkj­anna, eft­ir að Trump tapaði for­seta­kosn­ing­um gegn Joe Biden í nóv­em­ber 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert