Þjóðarleiðtogar fordæma árásina

Lula hefur kallað árásarmennina fasista.
Lula hefur kallað árásarmennina fasista. AFP/Sergio Lima

Þjóðarleiðtog­ar um all­an heim hafa for­dæmt árás stuðnings­manna Jair Bol­son­aro, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, á þing­hús, Hæsta­rétt og for­seta­höll lands­ins. 

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, seg­ir að virða verði vilja fólks­ins og að Lula geti reitt sig á stuðning Frakk­lands.

Andres Manu­el Lopez Obra­dor, for­seti Mexí­kó, tek­ur í sama streng og Macron og seg­ir Lula ekki ein­an á báti, hann njóti stuðnings fram­sæk­inna afla í Bras­il­íu, Mexí­kó og um all­an heim.

Al­berto Fern­and­ez, for­seti Arg­entínu, kall­ar inn­rás­ina ólýðræðis­lega og lýs­ir yfir stuðningi við Lula.

Char­les Michel, for­seti Evr­ópuþings­ins, lýs­ir yfir full­um stuðningi við Lula.

Jake Sulli­v­an, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­nna, for­dæmd­ir árás­ina og seg­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta fylgj­ast náið með þróun mála.

Gabriel Boric, for­seti Síle, lýs­ir yfir stuðningi við Lula.

Nicolas Maduro, for­seti Venesúela, kall­ar árása­menn­ina ný­fas­ista og lýs­ir yfir stuðningi við Lula.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert