Árásarmennirnir verða leitaðir uppi

Luiz Inacio Lula Da Silva.
Luiz Inacio Lula Da Silva. AFP

Luiz Inácio Lula da Silva, for­seti Bras­il­íu, lýsti því yfir á blaðamanna­fundi í dag að árás­ar­menn­irn­ir sem réðust inn í bras­il­íska þingið yrðu leitaðir uppi og refsað.

Um 300 manns, sem tald­ir eru stuðnings­menn Jair Bol­son­aro, hafa verið hand­tekn­ir fyr­ir árás á þingið í gær. Þá réðust einnig æst­ir stuðnings­menn inn í Hæsta­rétt Bras­il­íu og um­kringdu á sama tíma for­seta­höll Lula, sem tók við for­seta­embætt­inu um ára­mót­in.

Flavio Dino, dóms­málaráðherra Bras­il­íu, seg­ir að stjórn­völd afli nú frek­ari upp­lýs­inga um árás­ina, sem hann kall­ar hryðju­verk. Fjöldi vopnaðra lög­reglu­manna hafði eft­ir­lit með stuðnings­manna­búðum Bol­son­aro í dag.

Fagna sigri Lula

Hæstirétt­ur hef­ur leyst rík­is­stjóra Bras­il­íu, Iban­eis Rocha, frá embætti næstu 90 dag­ana.

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Al­ex­andre de Moraes hef­ur sakað hann um að láta sér fátt finn­ast um inn­rás­ina og lítið gert til þess að koma í veg fyr­ir hana. Rocha baðst af­sök­un­ar í kjöl­farið.

Stuðnings­menn Lula hafa þá einnig komið sam­an víða um Bras­il­íu og fagnað sigri Lula í for­seta­kosn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert