Bolsonaro lagður inn á sjúkrahús

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AFP

Jair Bol­son­aro, fyrr­ver­andi for­seti Bras­il­íu, hef­ur verið lagður inn á sjúkra­hús í Flórída í Banda­ríkj­un­um vegna kviðverkja.

Eig­in­kona hans, Michelle Bol­son­aro, seg­ir á In­sta­gram að Bol­son­aro sé „und­ir eft­ir­liti á sjúkra­húsi vegna kviðverkja sem staf­ar af hnífstungu­árás­inni sem hann varð fyr­ir 2018“.

Tíðindi þessi koma degi eft­ir að stuðnings­menn Bol­son­aro rudd­ust inn í þing­hús Bras­il­íu, Hæsta­rétt Bras­il­íu og for­seta­höll lands­ins til að mót­mæla embættis­töku Luiz Inacio Lula da Silva, en hann tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janú­ar.

Bol­son­aro hef­ur glímt við ýmis heilsu­far­svanda­mál und­an­far­in ár og nokkr­um sinn­um verið lagður inn vegna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert